145. löggjafarþing — 98. fundur,  14. apr. 2016.

fjárhagsstaða framhaldsskólanna.

[10:55]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Hvað varðar kjarasamninga þá hafa starfsmenn mínir í ráðuneytinu kannað þann þátt málsins mjög rækilega. Sú skoðun stendur áfram yfir þannig að við viljum auðvitað greina þetta fyrir hvern einasta skóla mjög nákvæmlega.

Hvað varðar framlög til framhaldsskólans vil ég vekja, virðulegi forseti, athygli þingmanna á því að árið 2013 voru framlög til framhaldsskólanna, á verðlagi ársins 2016, 18,8 milljarðar. Framlögin árið 2016 eru 21,7 milljarður, þannig að það er raunhækkun (Gripið fram í.) upp á 15%. Það er kallað hér fram í „nýir kjarasamningar“. Já, laun kennara eru ráðandi þáttur um gæði skólastarfsins. Það þekkjum við. Með því að hækka laun kennaranna erum við að bæta skólastarfið. Þetta er ekki bara einhver utanaðkomandi þáttur eða utanaðkomandi kostnaðarliður, þetta er grundvallarþáttur í skólastarfinu. Hjá skólunum eru laun á bilinu 75–90% kostnaðarins. Sú hækkun sem hefur orðið á árunum (Forseti hringir.) 2013–2016, sem er um 15% að raungildi, er (Forseti hringir.) auðvitað merki um að þessi ríkisstjórn vill fjárfesta í menntun (Forseti hringir.) og launum kennara og bæta þannig skólastarfið í landinu.