145. löggjafarþing — 101. fundur,  19. apr. 2016.

svör við fyrirspurnum.

[14:47]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Mig langar að kalla eftir svari við fyrirspurn sem ég sendi fyrir tveimur mánuðum á hæstv. atvinnuvegaráðherra.

Ég geri mér grein fyrir að oft erum við með flóknar spurningar eða kallað er eftir tölulegum gögnum. Ég hef aldrei verið með vesen yfir því að fá ekki svör á réttum tíma. Ég veit að stjórnsýslan er oft undirmönnuð.

En þetta voru afar einfaldar spurningar um kennitöluflakk. Tvær spurningar sem ráðherra gæti raunverulega svarað sjálf í tölvunni sinni á leiðinni úr ráðuneytinu hingað í þingið.

Þetta er ekki flókið og mig er farið að lengja eftir svari. Ég vil biðja forseta að kalla eftir því að það berist helst í dag og ekki seinna en á morgun.


Tengd mál