145. löggjafarþing — 102. fundur,  20. apr. 2016.

aukaframlag til fréttastofu RÚV.

[15:51]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Samskipti milli ráðherra og Ríkisútvarpsins fara fram í gegnum stjórn Ríkisútvarpsins ohf. en ekki milli einstakra deilda Ríkisútvarpsins til ráðherra. Ég á ekki von á því að það verði fyrirkomulagið hér. Að sjálfsögðu hlýtur ráðherra á hverjum tíma og Alþingi að bregðast við ef stjórn Ríkisútvarpsins ohf. telur að það geti ekki sinnt þeim skyldum sem lagt er upp með í þeim þjónustusamningi sem liggur fyrir. Þá þarf að taka á því sérstaklega. (Gripið fram í.) Það er tekið fram í þjónustusamningnum að gangi fjárhagsforsendur ekki eftir og fari ekki saman þeir fjármunir sem renna til Ríkisútvarpsins og þær skyldur sem á Ríkisútvarpinu liggja samkvæmt þjónustusamningi hafi báðir aðilar möguleika á að taka þann samning upp.

Á slíkum grunni hljótum við að vinna og vera sammála um að sé nauðsynlegt að gera.

Hvað varðar spurningu hv. þingmanns um frumkvæði að gerð úttektar þeirrar sem hv. þingmaður gerir hér að umtalsefni var frumkvæðið mitt, virðulegi forseti.