145. löggjafarþing — 104. fundur,  29. apr. 2016.

rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum.

711. mál
[11:56]
Horfa

Flm. (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég óska eftir því að hlé verði gert á þingfundi og honum ekki fram haldið fyrr en fjármálaráðherra er kominn í salinn og forsætisráðherra sömuleiðis. Það er algjörlega fyrir neðan allar hellur og ekki í samræmi við tilefni umræðunnar að stjórnarflokkarnir taki ekki þátt í henni. Það er lítilsvirðandi fyrir Alþingi, það er lítilsvirðandi fyrir þessa tillögu sem er sett fram af mjög ríku tilefni. Er einhver sem ætlar að halda öðru fram en að þetta sé mikilvægt tilefni?

Forseti. Það gengur ekki að við höldum umræðunni áfram öðruvísi en að þessir tveir menn komi hér inn og sem þingflokksformaður og fyrsti flutningsmaður málsins legg ég á það ríka áherslu að þeir verði kallaðir hingað og umræðunni frestað.