145. löggjafarþing — 110. fundur,  12. maí 2016.

almennar íbúðir.

435. mál
[12:59]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Herra forseti. Þetta dugar mér nú ekki sem nógu gott svar. Mér finnst þetta vera stöðlun eða yfirlýsing Sjálfstæðisflokksins, mér finnst þetta svona ekki hljóma nógu vel. Ég skil ekki hvernig almennar íbúðir og félagsíbúðir geta farið saman. Annaðhvort eru þetta félagsíbúðir eða almennar íbúðir. Eru félagsíbúðir ekki almennar eins og hvað annað? Ég vil fá nánari skýringu frá hv. þingmanni á því hvers vegna þær þurfa að heita almennar félagsíbúðir. Af hverju heita þær ekki bara almennar íbúðir, bara fyrir almenning, eins og annað sem við gerum? Af hverju heitir þetta þá ekki bara félagsíbúðir? Af hverju breyta menn þessu ekki í það?