145. löggjafarþing — 111. fundur,  17. maí 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[15:07]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við skulum bara vera ósammála um það, ég og hv. þingmaður, að þetta séu einhvers konar útflutningsbætur. Það er hins vegar rétt að verið er að breyta fyrirkomulaginu á því hvernig þessar bætur eru veittar. Á sama tíma er hins vegar verið að koma með nýjar greiðslur inn, t.d. býlisstuðning, stuðning við land o.s.frv.

Við getum hvor haft sína skoðunina á því hvað þetta þýðir í raun. En ég lít ekki svo á að verið sé að styðja það sérstaklega eða hvetja til þess að menn fái einhvers konar bætur fyrir útflutning með þessari aðferð.