145. löggjafarþing — 114. fundur,  22. maí 2016.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.

777. mál
[20:31]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hygg þá að það megi ræða þessa grein áfram, jafnvel þótt þetta verði að lögum. Við uppflettingu í stjórnarskrá hygg ég að miðað við tilgang laganna standist hún stjórnarskrá en hins vegar væri mjög gott að hafa umsögn þess aðila í samfélaginu sem á sérstaklega að veita slíkar umsagnir. Þar fyrir utan er það ekki einungis stjórnarskrá sem við þurfum að hafa einhverjar áhyggjur af, heldur einnig persónuverndarlög og mjög mikilvægt að löggjöf sé í samræmi við hvort tveggja.

Ég hef sama skilning og hv. þingmaður og finnst mikilvægt að þetta komi fram. Þegar fram líða stundir finnst mér sömuleiðis mikilvægt að við tökum á þessum hlutum þegar kemur að upplýsingasöfnun í kringum mikilvæg mál, að við séum öll meðvituð um hvað við erum að gera. Upplýsingar skipta máli og þess vegna vilja stofnanir almennt fá eins mikla heimild og þær geta, vitaskuld að því gefnu að þær séu samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Þess vegna er einmitt mikilvægt að við séum á varðbergi gagnvart upplýsingarsöfnunarheimildum í lögum almennt.