145. löggjafarþing — 126. fundur,  2. júní 2016.

áhættumat vegna ferðamennsku.

326. mál
[22:07]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég sé mig knúna til að koma hér upp vegna þess að þetta mál er komið hingað í þriðja skipti og svo virðist sem í þriðju atrennu gangi að koma því í gegn. Þetta mál gengur út á það að gert verði áhættumat í ferðamennsku og að innanríkisráðherra verði falið að undirbúa áhættumat fyrir Ísland með tilliti til ferðamennsku. Ég tel að þetta muni nýtast vel í þeim aukna ferðamannastraumi sem kemur til landsins. Við þurfum að vera með öryggisáætlanir og ekki beina ferðamönnum inn á hættuleg svæði að óþörfu. Ég tel gott að þetta fari inn í þá vinnu sem fyrir er og muni nýtast vel þó að það hefði vissulega verið gott ef þetta góða mál hefði verið samþykkt í fyrsta skipti sem það kom til þingsins, en stundum þarf að sannfæra suma þingmenn vel til að fá þá með sér í góð mál.

Atvinnuveganefnd stóð alveg einhuga að þessu máli. Ég er fyrsti flutningsmaður en á málinu eru þingmenn úr öllum flokkum.

Ég segi já.