145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

ákall um uppbyggingu heilbrigðisþjónustu.

[10:37]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Staðreyndin er samt sú að til þess að halda í horfinu með sömu þjónustu og viðhaldi á húsnæði þyrfti Landspítalinn 5,3 milljarða til viðbótar á næsta ári. Fjármálaáætlunin gerir eingöngu ráð fyrir 2,3 milljörðum kr., bæði til Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri, akkúrat þegar þörf Landspítalans er 5,3 milljarðar kr. Ef áætlun ríkisstjórnarinnar verður að veruleika er ljóst að þjónusta Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri mun dragast saman, en mér heyrist hæstv. heilbrigðisráðherra ánægður með stefnuna og því spyr ég hann: Viðurkennir hæstv. heilbrigðisráðherra ekki að ef fjárframlögin eru látin standa til spítalaþjónustu í landinu fyrir árið 2017 og næstu fimm ára muni (Forseti hringir.) þjónusta sjúkrahúsanna dragast saman?