145. löggjafarþing — 135. fundur,  18. ág. 2016.

fjármálastefna 2017--2021.

741. mál
[14:16]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það skiptir mjög miklu máli að ríkisfjármálastefna stjórnvalda og peningamálastefna Seðlabanka Íslands vinni saman að því að draga úr hagsveiflum og tryggja efnahagslegan stöðugleika. Veikleikar fjármálastefnunnar hvað þetta varðar eru á tekjuhliðinni og eru til komnir vegna þess að ríkisstjórnin hefur afsalað sér tekjum á kjörtímabilinu og rétt þeim sem hafa nóg fyrir á sama tíma og bóta- og velferðarþjónusta og almannatryggingar eru afar aðkallandi, eins og hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra benti á áðan, og fjárfestingarþörf mikil í samgöngukerfinu. Við jafnaðarmenn getum ekki samþykkt slíka stefnu og greiðum atkvæði gegn henni, enda ber hún með sér misskiptingu og ójöfnuð.