145. löggjafarþing — 137. fundur,  22. ág. 2016.

endurgreiðsla tannlæknakostnaðar til aldraðra.

[15:27]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Það gleður mig að heyra að hæstv. ráðherra sé sammála mér í því að fólk eigi ekki að þurfa að veigra sér við að sækja sér tannlæknaþjónustu. En það er nú bara þannig, sér í lagi í þessu kerfi sem við erum með akkúrat núna, að þar sem tannlæknaþjónusta er vanalega einkarekin þá er engin opinber leið, eins og t.d. í Noregi þar sem er mun blandaðra kerfi, fyrir þá þjóðfélagshópa sem þurfa mest á stuðningi okkar að halda. Við erum að tala um langveika, við erum að tala um aldraða, við erum að tala um þegar tannheilsa fer ört versnandi á mjög skömmum tíma og mjög mikill kostnaður sem því fylgir, þá er náttúrlega rosalega erfitt að fá einungis u.þ.b. 43% af þeirri endurgreiðslu sem fólk á í raun rétt á. Ég vona að hæstv. heilbrigðisráðherra muni beita sér fyrir því að settar verði þær 600 milljónir sem standa upp á í sjúkratryggingasjóð til þess að koma til móts við þá gagnrýni sem komið hefur fram.