145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[12:11]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegur forseti. Það er í hæsta mála óskiljanlegt, það er tortryggilegt, að hér sé verið að keyra í gegn samning sem þó mjög margir virðast vera sammála um að sé ófullkominn og þurfi mikilla breytinga við. Breytingartillögur meiri hluta atvinnuveganefndar eru í rétta átt þótt þær gangi alls ekki nógu langt. Í meirihlutaálitinu eru góð orð um að auka samráð o.s.frv. en það er algerlega óskiljanlegt af hverju á að byrja á því að samþykkja og taka síðan samráð, byrja á því að binda sig til tíu ára, mögulega hægt að taka upp eftir þrjú ár, en skoða málið eftir á. Það er í hæsta máta óeðlilegt og það er tortryggilegt að keyra eigi þetta mál svona í gegn. Þess vegna hvet ég alla þingmenn sem eru aðdáendur samkeppni og umhverfismála, eru aðdáendur (Forseti hringir.) íslensks landbúnaðar og bænda, að styðja þessa frávísunartillögu, að þessu frumvarpi verði vísað til ríkisstjórnar, núgildandi samningur gildi áfram og málið verði unnið almennilega upp á nýtt.