145. löggjafarþing — 144. fundur,  1. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[12:25]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Á fundi atvinnuveganefndar sem Samkeppnisstofnun kom á var Samkeppnisstofnun beðin af nefndinni allri, þar með talið meiri hlutanum sem stýrir auðvitað störfum nefndarinnar, um að koma með tillögur um þau mál sem við fjöllum um hér, þ.e. hvort Mjólkursamsalan, og aðrir, eigi að vera undanþegin samkeppnislögum. Tillögur Samkeppnisstofnunar komu og voru vel rökstuddar. Þær tillögur gerði ég nær óbreyttar að minni tillögu og um hana erum við að greiða atkvæði núna. Þær tillögur sem atvinnuveganefnd, bæði meiri hluti og minni hluti, bað um frá stofnuninni eru komnar hér. Til hvers var af meiri hluta nefndarinnar og öðrum beðið um þær ef á ekki að fara eftir þeim? Hér eru tillögurnar sem sagt allar lagðar fram og eru skref í mjög góða og rétta átt.