145. löggjafarþing — 150. fundur,  12. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[17:41]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hélt að ég hefði ekki verið mjög óskýr. Ég sagði að tillaga hv. þm. Kristjáns L. Möller væri góðra gjalda verð. Við höfum teiknað upp og lagt fyrir landbúnaðarráðherra og samtök bænda og fleiri aðila hvernig við ætlum að standa að gerð búvörusamninga í framtíðinni. Ég mundi vilja sammælast með þingmanninum um að vísa ágætri tillögu hans inn í það starf. Það getur, eins og ég sagði áðan, verið góður kostur að undirbúa gerð búvörusamninga á hverjum tíma með þeirri aðferð sem hann telur upp þar. En við skulum þá sammælast um að … (KLM: Samþykkja það bara.) Þá getum við verið sammála um að vísa ágætri tillögu hans til samráðsvettvangs um hvernig við ætlum að standa að gerð búvörusamninga.