145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

störf þingsins.

[14:13]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (ber af sér sakir):

Forseti. Ég óska eftir að fá að bera af mér sakir í ljósi þess að hv. þm. Ásmundur Friðriksson hélt því fram að ég hefði eitthvað breytt listum í prófkjörum Pírata. Þetta lýsir auðvitað alveg ótrúlega mikilli vanþekkingu á því hvernig Píratar starfa. (Gripið fram í: Þeir segja þetta.) Það hlýtur líka að vera þannig að hv. þingmaður sé að horfa á heiminn út frá sínum eigin flokki. Þingmaðurinn hélt því jafnframt fram að fáir hefðu kosið í prófkjöri Pírata. Það er ósatt, það voru 1.034 sem tóku þátt í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu.

Mér finnst allt í lagi að þegar þingmenn koma í pontu reyni þeir í það minnsta að halda sig við sannleikann og einbeiti sér að innri vandamálum í sínum flokki, sér í lagi þegar þingmaðurinn kemur hér upp til að ræða undir liðnum um störf þingsins hvað prófkjör Sjálfstæðisflokksins séu stórfengleg.