145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

skýrsla um seinni einkavæðingu bankanna.

[14:20]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Ég tel það lykilatriði í þessu máli það sem virðulegur forseti sagði sjálfur, auðvitað hefur málið ekki verið afgreitt fyrr en það hefur verið afgreitt út úr nefndinni. Þó að formaður og varaformaður setjist niður og segi: Ja, nú er hér meiri hluti og þetta er skýrsla frá meiri hlutanum, þá verður það aldrei skýrsla fyrr en hún hefur verið afgreidd úr nefndinni með meiri hluta þingmanna í nefndinni. Það er alveg hreint óskiljanlegt að reyndur þingmaður eins og hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson leyfi sér að ganga fram með þessum hætti. Ég þakka forseta fyrir að hafa verið svona skýr í orðum sínum um að þetta eru fáheyrð og óheyrð vinnubrögð þangað til núna. Svo segja menn: Við ætlum að gera þetta á morgun. En það er búið að kynna þetta fyrir þjóðinni eins og þetta sé afgreitt mál frá þinginu. (Gripið fram í: Aldrei …) Þetta er ekki skrípasamkoma, (Forseti hringir.) hv. þm. Guðlaugur Þór. (Gripið fram í.)