145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

búvörulög o.fl.

680. mál
[14:45]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um tillögu um að fella niður stuðning við dýraeigendur sem verða uppvísir að alvarlegum brotum. Við boðuðum það milli umræðna að við mundum flytja þessa breytingartillögu við 3. umr. því að það er vandaverk að setja lögin þannig að þau virki og að setja þetta íþyngjandi ákvæði á réttum stað. Hvort sem hún gengur lengra eða styttra þá er þetta skýlaus heimild til Matvælastofnunar, í samhengi við önnur úrræði sem stofnunin hefur, að beita þessu úrræði til að knýja fram úrbætur. Ég hvet þingheim til að samþykkja tillöguna.