145. löggjafarþing — 153. fundur,  19. sept. 2016.

dagskrá fundarins.

[17:10]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Mig langar að ræða um dagskrá dagsins í dag. Hér á eftir á að ræða meðferð sakamála við 3. umr., svo er dagskrárliður nr. 3, fullgilding Parísarsamningsins, síðari umræða. Mér hefur skilist að að loknum þeim umræðum eigi að fara fram atkvæðagreiðsla. Það skiptir máli vegna þess að eftir örfáa daga verður skilafundur hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem þjóðir geta skilað inn fullgildingarskjölum. Þess vegna ríður á að klára Parísarsamninginn. Hins vegar er mál nr. 7 á dagskrá hér í dag síðari umræða um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Mig langar að spyrja hæstv. forseta: Stendur einnig til að greiða atkvæði um það dagskrárefni? Það er einnig mjög áríðandi að þeim fullgildingarskjölum verði skilað inn alveg eins og skjölunum fullgildingar Parísarsamningsins.