145. löggjafarþing — 155. fundur,  22. sept. 2016.

afgreiðsla EES-máls og hugsanlegt brot á stjórnarskrá.

[11:18]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegur forseti. Ég skrifaði undir meirihlutaálit utanríkismálanefndar í þessu máli, m.a. á grundvelli ítarlegrar skoðunar og álits stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu á grundvelli álits Bjargar Thorarensen og Stefáns frá 2012 að þetta geti rúmast með tveggja stoða lausn innan stjórnarskrár.

Þær fréttir bárust í gær að Björg Thorarensen, helsti sérfræðingur okkar í stjórnskipunarmálum, er opinberlega á öndverðum meiði í þessu máli. Það þykja mér þvílík tíðindi. Eiður sá sem ég undirskrifaði að stjórnarskránni vegna starfa minna á Alþingi er þess eðlis að ég tel fulla ástæðu til að taka málið aftur inn til nefndar og skoða það aðeins betur út frá áliti Bjargar. Gerum við það ekki sé ég mér ekki fært að styðja málið.