145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[16:51]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er auðvelt að taka undir allt sem fram kom í stuttu en greinargóðu máli hv. þm. Helga Hrafns Gunnarssonar. Við höfum ítrekað í dag kallað eftir upplýsingum um það hvort verið sé að funda um hvernig ljúka eigi þessu þingi. Því miður hefur mjög lítið verið um svör og því ekki annað hægt en að beina því til hæstv. forseta og spyrja enn og aftur: Eiga einhverjir fundir sér stað núna milli hæstv. forseta og þingflokksformanna? Ef við fáum engin svör við því er líklega ekki annað að gera en halda áfram að spyrja um þetta með reglulegu (Forseti hringir.) millibili, því að þetta skiptir máli upp á það hvernig við störfum hér.