145. löggjafarþing — 160. fundur,  29. sept. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[18:34]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla örstutt að minna á það að nú hillir undir lok þessa kjörtímabils og þessa lengsta þings í sögu lýðveldisins. Klukkan er að nálgast sjö og við erum sem sé án starfsáætlunar á síðasta degi núverandi starfsáætlunar og gildandi starfsáætlunar. Hér eru engar áætlanir, engin áform, engin framtíðarsýn, ekkert utanumhald um stöðuna. Alþingi er jafn stjórnlaust og ríkisstjórnin. Þetta er vandræðaleg staða þegar hillir undir enda kjörtímabilsins en er í anda þeirrar ríkisstjórnar sem nú er sem betur fer fráfarandi.