145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

framhald þingstarfa.

[15:08]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég er nú eiginlega hálfringluð. Hér var fundi frestað í hádeginu og við áttum að koma aftur saman núna klukkan þrjú af því að mál áttu þá að hafa skýrst í millitíðinni. Það hefur ekkert samtal átt sér stað á milli stjórnar og stjórnarandstöðu eða forseta og formanna eða þingflokksformanna. Því spyr ég: Hvað erum við eiginlega að gera hér? Hvert er planið þegar ljóst er að ekki er neitt búið að forgangsraða hvað varðar þau þingmál sem beiðni liggur fyrir um að koma í gegn, og þegar fyrir liggur að þingmenn stjórnarflokkanna eru farnir í kosningabaráttu en við í stjórnarandstöðu mönnum þingið á meðan? Meðan það er þannig heyjum við bara kosningabaráttuna hér. Ég mun fjalla um baráttumál Bjartrar framtíðar (Forseti hringir.) eins og stjórnarþingmenn fá að fjalla um baráttumál sín úti í héruðum þessa dagana. Þá notum við bara (Forseti hringir.) þennan stað til þess að tala fyrir okkar málum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)