145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

framhald þingstarfa.

[15:20]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Forseti. Mig langar að spyrja forseta tveggja spurninga í ljósi stöðunnar. Vill forseti í fyrsta lagi vera svo vænn að upplýsa okkur þingmenn um það hver hann telji vera eðlileg næstu skref í þeirri stöðu sem upp er komin, stöðu sem er augljóslega föst vegna þess að fólk talar ekki saman? Ég spyr: Hver telur forseti eðlileg næstu skref? Okkur er það öllum ljóst, nánast óháð því hver verður niðurstaða þeirra samtala, að við þurfum tíma til að loka þinginu, við þurfum tíma til þess að klára það sem þarf að klára. Því spyr ég forseta: Hversu lengi telur forseti að sé verjandi að halda þinginu áfram? Hversu nálægt kosningum telur forseti verjandi að halda þinginu enn þá gangandi þannig að hv. þingmenn komist ekki út í kosningabaráttu?