146. löggjafarþing — 4. fundur,  13. des. 2016.

dagskrá fundarins og fundur í fjárlaganefnd.

[14:06]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Hæstv. forseti. Ég geri athugasemdir við fundarstjórn forseta. Ég vil samt segja að ég hef talað fyrir því að við nýtum tíma okkar þingmanna vel og við ástundum meiri framleiðni en hingað til hefur verið og því ætla ég ekki að standa í vegi fyrir því að þessi fundur í fjárlaganefnd verði haldinn. Ég vil þó segja og vil færa það til bókar að mér hefði fundist eðlilegt að það hefði verið rætt skýrt áður og hvað varðar hitt atriðið þá var ég ekki eini þingflokksformaðurinn sem kom þetta á óvart. Ég óska forseta velgengni í því að hafa þetta skýrara í framtíðinni.