146. löggjafarþing — 24. fundur,  2. feb. 2017.

stjórn fiskveiða.

83. mál
[15:31]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það getur vel verið að einhverjir trúi því að framsal á aflaheimildum hafi orsakað alþjóðlega bankakreppu. Mér finnst það fulllangt gengið. Ég ætla ekki að verja það að það var mjög sérstakt ástand hér upp úr 2000, hvernig Íslendingar höguðu sér í fjármálum sínum, ekki bara þeir sem seldu sig úr greininni heldur fór allur almenningur á flug, hafði endalausan aðgang að lánsfé, eyddi langt um efni fram og svo framvegis. Við berum öll ábyrgð.

En það er mikil einföldun að halda því fram að framsalið á aflaheimildum hafi valdið alþjóðlegri bankakreppu.