146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

þátttaka stjórnarflokka í sérstökum umræðum.

[15:32]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegi forseti. Já, þetta er allt dálítið sérkennilegt mál. Mér finnst þetta tvíþætt að einhverju leyti. Annars vegar það sem snýr að þinginu sjálfu og sérstökum umræðum sem við eigum öll að taka þátt í, sem við skuldum einfaldlega kjósendum okkar og fólkinu í landinu að taka þátt í þannig að það geti fylgst með afstöðu okkar til ákveðinna mála. Hins vegar er það efnið. Mér þykja það kaldar kveðjur hjá núverandi hv. þingmönnum Bjartrar framtíðar að sjá enga ástæðu til þess að taka þátt í umræðu um skýrslu þar sem tveir fyrrverandi hv. þingmenn Bjartrar framtíðar voru á meðal skýrslubeiðenda. Mér þykja það kaldar kveðjur til þeirra þingmanna Bjartrar framtíðar sem sitja ekki lengur í þessum sal að þegar skýrslan sem þeir báðu um er loksins til umræðu telja núverandi þingmenn Bjartrar framtíðar enga ástæðu til að eyða í hana einu einasta orði