146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[17:40]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég man ekki nákvæmlega dagsetninguna, hvenær lagasafnið var uppfært. En þannig er það nú bara og hefur alltaf verið að lagasafnið er uppfært tvisvar á ári. Lög eru samþykkt hér. Eftir að Alþingi hefur samþykkt þau þarf að vinna lögin og búa þau til forbirtingar, svo er lagasafnið allt uppfært tvisvar ári. Það kemur fram á vef Alþingis, í lagasafninu þar, hvenær lögin voru uppfærð. Þannig er það og hefur alltaf verið.