146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[11:22]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Takk fyrir þetta. Ég held að við séum sammála að mjög miklu leyti eins og við vorum í nefndinni. Nefndin var sammála um markmiðið og hvernig við mundum vilja sjá skipað í Landsrétt.

Ástæðan fyrir því af hverju þessi einstaki bútur fer ekki inn í lögin var frekar skýr að mati meiri hluta nefndarinnar. Við vildum ekki gera það í svona miklum flýti. Við ákváðum að ef við ætluðum að breyta dómstólalögunum með þessum hætti þyrfti meiri yfirlegu og fleiri umsagnir ef við ætluðum að setja þetta inn í lögin. Ég held líka að okkur finnist þetta vera skýrt með jafnréttislögin. Varðandi það að ráðherra hafi þessa heimild nú þegar þá er hún ansi þröng og hefur lítið verið notuð.

Ég talaði um það áðan að víkka þessa heimild ráðherrans til þess að hafa meiri heimild eftir að hann fær lista hæfnisnefndarinnar.