146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[14:41]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég kom inn á í fyrra andsvari mínu talaði hér einn þingmaður annars stjórnarflokks — ég er að reyna að viðhalda þeirri venju að nefna ekki fjarverandi þingmenn í þingsal — en það var vissulega þannig að í það minnsta einn meðlimur annars stjórnarflokks en Sjálfstæðisflokksins talaði hér. Hins vegar er ég alveg sammála því sem kemur fram í máli hv. þm. Björns Levís Gunnarssonar að þetta sé mál af þeirri stærðargráðu að við þyrftum fleiri að ræða það, fulltrúar úr öllum flokkum og helst sem flest. Þetta er eitt af þeim málum sem ég held að best sé að fólk þurfi ekki að skiptast upp í einhverjar andstæðar fylkingar. Þetta er eitt af þeim málum þar sem ég held að við getum átt gott og innihaldsríkt samtal, sama hvort við erum sammála eða ekki.