146. löggjafarþing — 33. fundur,  27. feb. 2017.

radíókerfi og fjarskiptakerfi.

137. mál
[19:26]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P):

Virðulegi forseti. Ég ætla að spyrja ráðherrann, fyrst hann var að tala um stöðlun fjarskiptabúnaðar á Íslandi, hvort það hafi komið til tals að staðla búnað á fiskiskipum þar sem borið hefur á því að menn séu ekki með búnað sem hefur tvívöktun rása og þar af leiðandi er ekki verið að hlusta á tilskilda neyðarrás á sama tíma og menn eru að sökkva í kringum þá. Fyrst það á að fara að endurskoða þessi lög þá væri mjög áhugavert að það yrði alla vega tekið tillit til þess.