146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[20:36]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Spurning mín er í rauninni sú: Gefum okkur að dómstólar myndu dæma ríkinu í óhag, myndi afturvirk lagasetning breyta einhverju um það? Væri slík lagasetning í rauninni ekki sama brot og dómstólar myndu þá byggja á varðandi það að hið opinbera væri brotlegt gagnvart þessum þá réttmætu kröfum, ef dómstólar kæmust að slíkri niðurstöðu? Gætum við lagað það? Skiptir það einhverju máli hvort við setjum afturvirk lög eða ekki upp á niðurstöður dóms í þessu máli?