146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[20:53]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það skal tekið fram að þingið kemur fyrst saman 24. janúar. Þá er það kallað saman. Þegar svona stórt mál kemur upp hlýtur að þurfa að fara yfir allt ferlið og þegar þetta kemur til nefndarinnar er búið að undirbúa málið og hvaða breytingar þarf að gera, búið að yfirfara hvaðan mistökin séu, í hverju þau felist, og reikna út kostnaðinn. Þetta eru gríðarlegir hagsmunir. Ég veit ekki nákvæmlega hvaða ferli fór í gang. Það verður bara að skoðast eins og það er. En nefndin vann þetta eins hratt og hún gat frá því hún fékk málið til sín. Út frá því unnum við. Hvenær fengum við vitneskjuna og hvaða upplýsingar höfðum við um málið? Af hverju fattast þetta svona seint? Hverjir eru hagsmunirnir sem eru undir? Mér finnst það skipta líka miklu máli, hversu miklir hagsmunir eru undir hvernig þetta mál er unnið, hvernig á því er tekið og úr því leyst.