146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[20:54]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Mér heyrist, ef ég skil hv. þm. Vilhjálm Árnason rétt, að þetta sé eitthvað sem við þurfum bara að komast til botns í að fá að vita. Umkvörtun mín var ekki sú hvað nefndin væri lengi að vinna þetta. Umkvörtun mín er sú að vitneskja er um þetta hjá Tryggingastofnun 20. janúar og svo líða meira en tvær vikur þar til þingið fær þetta inn á sitt borð. Hver tók ákvarðanir um það? Það að sú ákvörðun var tekin að greiða eftir anda laganna en ekki eftir lögunum þýddi að þessar réttmætu væntingar sköpuðust ekki. Hver hefur heimildir til að taka slíkar ákvarðanir? Þetta er eitthvað sem veltur á eftirlitshlutverki þingsins og við munum klárlega strax á morgun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fara að kalla eftir upplýsingum um þetta.