146. löggjafarþing — 34. fundur,  27. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[21:17]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Löggjafinn getur eðli málsins samkvæmt varla brotið lög. Hann setur þau eins og hv. þingmaður veit. Og við erum að sjálfsögðu með stjórnarskrá í gildi sem tryggir eignarréttinn og tryggir að menn hafi fengið réttláta málsmeðferð. Það er ekkert útséð að sjálfsögðu að menn geti sótt mál sitt þrátt fyrir þessa lagasetningu og hvaða aðra sem er og fengið réttindi sín greidd ef þau hafa sannarlega skapast. Ég er hins vegar ekki á því að það hafi endilega gerst í þessu tilfelli. En mér finnst árétting löggjafans með þeirri breytingu sem lögð er hér fram vera þess eðlis að það sé betra að samþykkja en ekki.