146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[15:24]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Fyrirgefið, getur hv. þingmaður endurtekið spurninguna? (GBS: Var lagastoð fyrir því að verkefnisstjórn kaus að skoða ekki alla kosti, sem henni ber að gera samkvæmt lögum? Ég get ekki haft það skýrara en …) Þetta er alveg skýrt. Ég held að við hv. þingmaður (Gripið fram í.)höfum mismunandi skilning á þessum lögum ef hv. þingmaður skilur það sem svo (Forseti hringir.) að verkefnisstjórn hafi ekki farið að lögum. Það er ekki rétt.

(Forseti (JSE): Forseti vill beina því til þingmanna og þeirra sem eru hér í svörum og andsvörum að samtalið fer fram úr ræðustól Alþingis.)