146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

120. mál
[19:03]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það eru þrjú sveitarfélög, að ég tel núna, sem nýta sér lágmarksútsvarið. Þegar lögin voru sett þurftu nokkur sveitarfélög að hækka útsvarsprósentu sína vegna laganna. Ég man ekki öll sveitarfélögin en það er alla vega Grímsnes- og Grafningshreppur. Þetta eru sveitarfélög sem eru með virkjanir og njóta hárra fasteignagjalda af stöðvarhúsum og öðru slíku sem nýta sér þetta. Og þau eru smá.