146. löggjafarþing — 41. fundur,  8. mars 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

120. mál
[19:04]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Það væri áhugavert að vita aðeins meira um fjárhag þessara þriggja sveitarfélaga. Eru þetta sveitarfélög sem skulda mikla peninga? Veita þau hátt eða lágt þjónustustig samanborið við sveitarfélög í nágrenni sínu? Er þetta sveitarfélög sem fólk sækir almennt þjónustu út fyrir vegna þess að þjónustustigið er lágt?

Nú veit ég að það eru líka nokkur sveitarfélög sem eru ekki alveg í lágmarki en eru ansi nálægt því. Sum þeirra hafa verið vænd um að vísa fólki út fyrir sveitarfélagið í leit að þjónustu. Það væri gaman að heyra aðeins um hvernig þingmaður lítur á það þegar fólk sækir þjónustu í nærsveitum í þessu samhengi.