146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[18:50]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka aftur andsvarið þó að mér þyki leitt að standa hér í síðasta andsvarinu mínu og vera ekki alveg með það á hreinu hvað hv. þingmaður er að tala um. Ef ég skil hv. þingmann rétt þá er þetta einhvers konar mat á framtíðarþörf. (BjG: Hvort það kemur við pólitískt séð.) Akkúrat. Hvort fjárlaganefndin ætti að fara í slíkt mat? (Gripið fram í.) Ég held ég geti bara svarað því: Já.