146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[22:40]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt, sem hv. þingmaður segir, að við búum einmitt við þessar aðstæður. Það óháða fagfólk sem kemur á okkar fund, og útskýrir fyrir okkur hvað er að, gefur ekkert rosalega góða einkunn. Það var meðal annars fjármálaráð. Nú er talað um tíma og tímalínu og tímaskort o.s.frv. Júní er frír, ég getið alveg setið hér 17. júní, það er ekkert vandamál, ég sé ekkert að því. Stefnan var lögð fram í upphafi þings á fyrsta degi þingfundar, en núna, eftir tveggja mánaða vinnu, umsagnir fagaðila, umsagnir hagsmunaaðila, er hún óbreytt, án breytinga nú tveimur mánuðum seinna þrátt fyrir allar umsagnir. Það er greinilega eitthvað annað sem þarf en faglegar umsagnir. Ég skil ekki hvernig þetta virkar.