146. löggjafarþing — 53. fundur,  3. apr. 2017.

loftslagsmál.

356. mál
[20:06]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Björt Ólafsdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka spurningu hv. þingmanns. Hann spyr hvort nóg sé að gert og rekur það réttilega að hér er annars vegar um að ræða breytingu hvaða varðar flutningaskip yfir 5.000 brúttótonnum, en engin slík íslensk skip eru til. En auðvitað koma farþegaskip til landsins sem eru svo stór. Svo er reyndar líka ákvæði um að framlengja ákveðnar reglur eða gildissvið viðskiptakerfis um flug. Varðandi spurningu hv. þingmanns er það mín skoðun að við eigum að skoða það vel með íslenska skipaflotann og þá fiskiskipin líka — og það er í skoðun innan ráðuneytisins hjá mér — hvernig við minnkum losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútveginum og þá auðvitað fiskiskipunum okkar. Það verður einn þáttur í aðgerðaáætlun stjórnvalda varðandi loftslagsmál. Sjávarútvegurinn hefur staðið sig mjög vel fram að þessu en þó hefur hægt dálítið á. Viðleitnin er enn til staðar en það hefur hægt á grænni þróun þar. En fólk í þeim geira hefur sýnt að það er viljugt og við þurfum að ýta við aftur. Það er verkefni næstu daga og mánaða.