146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

íslenskur ríkisborgararéttur.

373. mál
[14:20]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara árétta það sem ég hef sagt að ekkert í þessu frumvarpi er sett fram með þeirri fyrirætlan á einhvern hátt að komast fram hjá þeim áskorunum sem blasa örlítið við í okkar samfélagi þessi dægrin og varða staðgöngumæðrun. Það er a.m.k. ekki tilgangur frumvarpsins og ekki markmið og á ekki heldur að vera neitt svigrúm fyrir það.

Hvað ættleiðingar varðar er tekið fram í greinargerð með 4. gr. sem varðar íslenskt ríkisfang barns sem ættleitt er af íslenskum ríkisborgara, þar er miðað við það að óska þurfi eftir staðfestingu á ættleiðingunni þannig hún hafi gildi á Íslandi líka og hafi þau réttaráhrif samkvæmt ættleiðingarlögum. Þetta er kannski eitt atriðið sem ég myndi beina til hv. allsherjar- og menntamálanefndar að skoða sérstaklega með vísan til staðgöngumæðrunar (Forseti hringir.) hafi menn áhyggjur af því að þetta eitt og sér hafi (Forseti hringir.) áhrif á málefni barna sem getin eru við staðgöngumæðrun.