146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

vegabréf.

405. mál
[14:55]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka ráðherranum svarið þó að ég hafi reyndar ekki heyrt tölurnar sem ég spurði um. Ég spyr þá bara um þær aftur þegar málið kemur til meðferðar í nefndinni til að hafa þessi mál alveg á hreinu. Í dag er kerfið hér á landi, það kom fram í máli ráðherra. Þetta skiptir, að ég tel, máli að tvennu leyti. Annars vegar upp á þjóðaröryggi, við erum að tala hér um grunnpappíra hins íslenska ríkis sem ýmis rök eru fyrir að séu framleiddir hér innan lands. Mig langar að spyrja ráðherrann hvort áhættan af því að flytja þetta úr landi hafi verið metin.

Hins vegar spyr ég líka hvort útboð á öllu EES-svæðinu gæti leitt til þess að afgreiðsluhraði vegabréfa gæti lengst frá því sem nú er þannig að þjónusta við borgarana skerðist.