146. löggjafarþing — 56. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[11:19]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Sú stefna sem við greiðum hér atkvæði um setur rammann um fjármálaáætlun til fimm ára sem við ræðum hér þinginu þessa dagana. Með þessari stefnu og þessari áherslu erum við að framfylgja þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar, Viðreisnar, að setja velferðarmál og heilbrigðismál í algjöran forgang, en á sama tíma að spyrna við fótum á þenslutímum, taka mark á þeim hættumerkjum sem eru uppi og ítrekað er varað við — við höfum áður brennt okkur á því að varast þau ekki — stuðla að jafnvægi í ríkisrekstrinum og búa þannig í haginn fyrir þann möguleika að ná slíkum tökum á ríkisfjármálunum að við getum lækkað vexti innan einhverra ára, sem er langstærsta hagsmunamál íslensks samfélags og íslenskra neytenda. Viðreisn segir já við þessari stefnu.