146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:06]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Eyglóar Harðardóttir, hún stal orðunum úr munni mér, en ég vildi bæta við það sem var sagt um stimpilstofnanir áðan hvort þingheimur hafi ekki tekið eftir því að nýir stjórnarliðar greiddu atkvæði á einn veg. Forsætisráðherra rölti til þeirra og stuttu eftir samtalið breyttu þeir atkvæðum sínum. Þetta hljómar rosalega stimpilstofnanalegt fyrir mér ef þau mega ekki greiða atkvæði eftir sinni eigin sannfæringu samkvæmt stjórnarskrá.