146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:27]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseti vill upplýsa að virðulegur forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, er komin í hús og skilst mér að hún hafi eitthvað verið að reyna að finna lausn á þessu máli með þingflokksformönnum.

Það er þingflokksformaður í salnum. Er þetta réttur skilningur? (Gripið fram í.) Ég verð þá að upplýsa þingheim og landsmenn um það betur á eftir en mér skilst að núna séu menn að reyna að finna lausn á þessu máli.