146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[19:31]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Virðulegur forseti. Það er þessi veikleiki hjá okkur að umgjörðin er losaraleg. Þeir sem af metnaði byggja upp þessa grein kvarta meira að segja undan því sjálfir. Ég held að öllum sé greiði gerður að við gyrðum okkur dálítið hressilega hvað þetta varðar.

Mig langar að venda kvæðinu dálítið í kross. Það var athyglisverð frétt í morgun um sauðfjárbændur. Þeir hafa lýst því yfir að þeir ætli að gefa sér tíu ár til að kolefnisjafna greinina. Þetta ætti að eiga við um alla bændagreinina, kúabændur líka. Þetta þarf að gera með landgræðslu, skógrækt, endurheimt votlendis, eldsneytisskipti og fleiri aðgerðir. Þetta eru háleit, góð og jákvæð markmið. Ég spyr: Er gert ráð fyrir fjárhagslegri aðkomu ríkisins að þessu verkefni? Hvert er mat ráðherrans á þessu almennt?