146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum.

276. mál
[18:05]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Ég þakka þessa mjög svo tímabæru umræðu. Ég vann við framhaldsskóla, bæði sem konrektor og námsráðgjafi, og kennari. Það var að vísu fyrir löngu síðan. Þá var nánast ekki til neins konar sálfræðiþjónusta fyrir ungt fólk önnur en örfáir sálfræðingar sem störfuðu úti í bæ. Ég sat ráðstefnu ungmennaráðs í Suðurkjördæmi núna í vetur. Þetta var eiginlega fyrsta mál á dagskrá hjá því unga og marga fólki sem þar var, og að það yrði virkilega gert stórátak í að efla þessa þjónustu. Þá komum við að því stóra vandamáli sem ég held að verði eitt af því erfiðasta að leysa, þ.e. að manna það sem þarf til að þessi þjónusta geti orðið árangursrík. Ég tek undir með hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra að þetta þurfi að ganga (Forseti hringir.) að hluta til í gegnum heilbrigðisþjónustuna sem er fyrir, en umfram allt að þessi þjónusta verði veitt innan skólanna en snúist ekki um að menn þurfi að fara langar leiðir, hvort sem er innan bæjar eða milli bæja, til að ná henni.