146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

436. mál
[21:23]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég velti þessu fyrir mér vegna þess að í andsvörum áðan spurði ég hæstv. ráðherra um framhaldsskóla og 25 ára regluna, og hann sagði réttilega það að ætti ekki við um vinnumarkaðinn. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort hann telji þetta ekki vera vissa aldursmismunun í samfélaginu, að þeir sem komnir eru yfir 25 ára fái ekki að afla sér menntunar á framhaldsskólastigum.