146. löggjafarþing — 60. fundur,  26. apr. 2017.

ívilnanir til United Silicon.

[15:10]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P):

Ég þakka ráðherranum svarið sem þó var ekki svar. Í framhaldi af því langar mig að beina annarri spurningu til hennar sem snýr að ákvæði 19. gr., 2. tölulið. Hann snýr nefnilega að skýrslugjöf. Það kemur fram, með leyfi forseta:

„Til tryggingar á réttri notkun ívilnana skv. samningi þessum ber félaginu að senda atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti árlega skýrslu um framvindu fjárfestingarverkefnisins, hlut ívilnunar í framgangi þess, samtals fjárhæð veittrar ríkisaðstoðar á undanförnu ári og tilgreiningu á annarri starfsemi aðila ef einhver er.“

Þessi samningur var undirritaður fyrir þremur árum og samkvæmt því ættu að vera komnar þrjár skýrslur í hús til ráðherra. (Forseti hringir.) Ég spyr: Hefur þeim skýrslum ekki verið skilað? Eru þær opinberar (Forseti hringir.) eða þarf að fara fjallabaksleið til þess að komast í þær?