146. löggjafarþing — 62. fundur,  3. maí 2017.

landmælingar og grunnkortagerð.

389. mál
[17:23]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra kom inn á flestar áhyggjur mínar. Það er vissulega rétt að ef við ætlum að kaupa sömu upplýsingarnar aftur og aftur, eins og fyrirkomulagið hefur verið, myndi summa þess væntanlega verða hærri en ef við keyptum þær bara einu sinni. En séður fyrirtækjaeigandi hlýtur þá að geta séð það, ef hann hefur hingað til getað selt þetta fimm sinnum, að núna ætlar hann bara að selja þetta einu sinni og þá hlýtur hann að selja þetta á tíföldu verði. Það eru svona hlutir sem ég hafði áhyggjur af.

En kannski eru þessar áhyggjur ekki vel ígrundaðar og þá dreg ég spurningar mínar til baka.